Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Nýtt leikár - kortasala í fullum gangi

Leikfélag Akureyrar hefur opinberað dagskrá leikársins 2007-2008. Dagskráin er viðameiri en áður og boðið verður upp á fjórar nýjar frumsýningar auk fjölda gestasýninga og annarrar starfsemi. Nánari upplýsingar um fjölbreytta dagskrá LA í vetur er að finna hér á síðunni.

Kortasala er í fullum gangi en með áskriftarkorti tryggir þú þér öruggt sæti í allan vetur - á bestu mögulegu kjörum. Sem fyrr býðst unga fólkinu að kaupa áskriftarkort á niðursettu verði í boði Landsbankans. Allar nánari upplýsingar hér á heimasíðunni. Hægt er að kaupa kort í miðasölu LA, í síma 4 600 200 eða í gegnum netfangið midasala@leikfelag.is


Allt á fullu í Óvitum

upptökur2150pix.jpg  Æfingar eru komnar vel á veg fyrir fyrstu frumsýningu haustsins hjá LA. Þar er á ferðinni stórsýning á leikriti Guðrúnar Helgadóttur, Óvitar! í leikstjórn leikarans ástsæla Sigurðar Sigurjónssonar. Fyrir uppsetninguna nú hefur verið samin tónlist og það er Jón Ólafsson sem á heiðurinn af allri tónlist í verkinu.  Í dag fóru fram upptökur á sjónvarpsefni til notkunar í sýningunni. Upptökurnar fylgdu reglu leikritsins því þar léku börn fullorðna og fullorðnir léku börnin. Sigurður leikstýrði því þremur átta ára drengjum í Dressman-auglýsingu, 9 ára stúlku sem leikur fréttakonu og 45 karlmanni sem leikur í bleyjuauglýsingu.

Rúmlega 500 börn tóku þátt í áheyrnarprufum fyrir sýninguna en 17 börn hlutu hlutverk og hófu þau æfingar ásamt fullorðnum leikurum sýningarinnar í maí síðastliðinn. Upptökum á lögunum 12 í sýningunni er lokið og er geisladiskur með tónlistinni væntanlegur í verslanir eftir tvær vikur. Þá kemur leikritið einnig út í nýrri útgáfu á vegum Eddu útgáfu.upptökur150pix.jpg

Um Óvita
Í Óvitum er allt á hvolfi. Þar minnkar maður með aldrinum, fullorðnir leika börn og börnin leika þá fullorðnu. Það er þó ekki fyrr en Finnur strýkur að heiman sem allt fer endanlega í háaloft. Lögreglan og hjálparsveitirnar hefja leit, pabbi og mamma eru miður sín og jafnvel skólastjórinn brestur í grát. En í miðjum látunum eignast Finnur nýjan vin og uppgötvar ýmislegt um lífið og hvernig það er að verða lítill. Þetta margrómaða leikrit Guðrúnar Helgadóttur er nú loks sýnt á Akureyri og nú með tónlist sem Jón Ólafsson hefur samið af sinni alkunnu snilld. Leikarinn ástsæli Sigurður Sigurjónsson leikstýrir glæsilegum hópi atvinnuleikara og hæfileikaríkra barna.  Frábær skemmtun fyrir afa og ömmur, pabba og mömmur og börn - stór og smá. Frumsýnt verður 15. september í Samkomuhúsinu.

Höfundur: Guðrún Helgadóttir
Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson
Söngtextar: Davíð Þór Jónsson
Tónlist og tónlistarstjórn: Jón Ólafsson
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson
Búningar: María Ólafsdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Hreyfingar: Ástrós Gunnarsdóttir
Gervi: Ragna Fossberg
Hljóðhönnun: Gunnar Sigurbjörnsson
Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Þráinn Karlsson, Alda Ólína Arnarsdóttir, Arna Ýr Karelsdóttir, Arnar Þór Fylkisson, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir,  Elmar Blær Arnarsson, Fjölnir Brynjarsson, Friðrik Karlsson, Gyða Jóhannsdóttir, Jóhanna Þorgilsdóttir, Kristín Alfa Arnórsdóttir, Magnús Ingi Birkisson, My Adina Lottisdóttir, Ólafur Göran Grós Ólafsson, Ólafur Ingi Sigurðarson, Rán Ringsted, Sólrún Svava Kjartansdóttir og Valentína Björk Hauksdóttir. Sett upp í samstarfi við Flugfélag Íslands, Norðurorku og KEA hótel.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband