Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2007

Afbragđs Óvita-dómar

Uppsetning LA á Óvitum fellur sannarlega í kramiđ. Áhorfendur hafa fagnađ sýningunni ákaft á ţeim sýningum sem liđnar eru, miđasala er međ eindćmum og fjölda aukasýninga veriđ bćtt viđ. Nú hafa fyrstu dómar birst en ţeir eru allir á einn veg ţar sem sýningunni er hćlt á hvert reipi. Međal ţess sem gagnrýnendur hafa sagt er:

“Góđ skemmtun fyrir unga og aldna... * * * * (fjórar stjörnur)" EB, Fréttablađiđ, 19/9/07

“góđ afţreying sem mun gleđja marga” MR Morgunblađiđ  18/9/07

“Gengur hundrađ prósent upp... galdrar og töfrar... snilldarlega gert...” SLG, RÚV 17/9/07

“Leiksýningin er hröđ, skemmtileg og fyndin... er leikhúsinu og öllum ađstandendum til sóma.” VAJ, landpostur.is 17/9/07

 


Óvitar - aukasýningar!

veggspjaldMiđasala á Óvita er međ ólíkindum. Uppselt var orđiđ fram í miđjan október en til ađ bregđast viđ hinni miklu eftirspurn var fyrr í dag bćtt viđ sex nýjum aukasýningum. Sú fyrsta er strax nćsta sunnudag og ţar er á ferđinni fyrsta eftirmiđdagssýningin á verkinu en hún verđur kl. 16.00. Miđasala er hafin á allar auksýningar og ađrar sýningar síđar í október. Miđarnir rjúka út og ţví um ađ gera ađ hafa hröđ handtök. Fyrstir koma - fyrstir fá! Miđasalan er opin allan sólarhringinn á netinu, en ţú getur keypt miđa međ ţví ađ smella hér, en miđasala í síma 4 600 200 er opin frá kl. 13-17 alla virka daga.

Óvitar frumsýndir

Óvitum var afar vel tekiđ á frumsýningu í gćrkvöldi og ćtlađi fagnađarlátunum aldrei ađ linna ađ lokinni sýningu. Listrćnum stjórnendum, leikurum og barnaleikurum var fagnađ ákaft en allt ćtlađi um koll ađ keyra ţegar Guđrún Helgadóttir steig á sviđ. Mikill áhugi er á Óvitum og ţegar er uppselt á 10 sýningar verksins og sala langt komin á nćstu átta.

Óvitar! eftir Guđrúnu Helgadóttur

Frábćr fjölskyldusýning!

Frumsýning 15. september. Miđasala í fullum gangi í síma 4 600 200 og www.leikfelag.is

Í Óvitum er allt á hvolfi. Ţar minnkar mađur međ aldrinum, fullorđnir leika börn og börnin leika ţá fullorđnu. Ţađ er ţó ekki fyrr en Finnur strýkur ađ heiman sem allt fer endanlega í háaloft. Lögreglan og hjálparsveitirnar hefja leit, pabbi og mamma eru miđur sín og jafnvel skólastjórinn brestur í grát. En í miđjum látunum eignast Finnur nýjan vin og uppgötvar ýmislegt um lífiđ og hvernig ţađ er ađ verđa lítill.

Smelltu hér til ađ hlusta á lagiđ "Ţá var trallađ". 

Smelltu hér til ađ fá leikskránna á pdf-formi.

Ţetta margrómađa leikrit Guđrúnar Helgadóttur er nú loks sýnt á Akureyri og nú međ tónlist sem Jón Ólafsson hefur samiđ af sinni alkunnu snilld. Leikarinn ástsćli Sigurđur Sigurjónsson leikstýrir glćsilegum hópi atvinnuleikara og hćfileikaríkra barna.  Frábćr skemmtun fyrir afa og ömmur, pabba og mömmur og börn - stór og smá.

Höfundur: Guđrún Helgadóttir
Leikstjórn: Sigurđur Sigurjónsson
Söngtextar: Davíđ Ţór Jónsson
Tónlist og tónlistarstjórn: Jón Ólafsson
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson
Búningar: María Ólafsdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guđmundsson
Hreyfingar: Ástrós Gunnarsdóttir
Gervi: Ragna Fossberg
Hljóđhönnun: Gunnar Sigurbjörnsson

Leikarar: Guđjón Davíđ Karlsson, Hallgrímur Ólafsson, Kristín Ţóra Haraldsdóttir, Ţráinn Karlsson, Alda Ólína Arnarsdóttir, Arna Ýr Karelsdóttir, Arnar Ţór Fylkisson, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir,  Elmar Blćr Arnarsson, Fjölnir Brynjarsson, Friđrik Karlsson, Gyđa Jóhannesdóttir, Jóhanna Ţorgilsdóttir, Kristín Alfa Arnórsdóttir, Magnús Ingi Birkisson, My Adina Lottisdóttir, Ólafur Göran Grós Ólafsson, Ólafur Ingi Sigurđarson, Rán Ringsted, Sólrún Svava Kjartansdóttir, Valentína Björk Hauksdóttir

Tónlistin úr verkinu kemur út á geisladiski og leikritiđ á bók á vegum Eddu útgáfu í byrjun september.

Sett upp í samstarfi viđ Flugfélag Íslands, Norđurorku, KEA hótel


Barnabókaverđlaun Guđrúnar Helgadóttur

Ađ lokinni frumsýningu á Óvitum í gćrkvöldi steig Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfđagreiningar á sviđ og tilkynnti ađ Velferđasjóđur barna hefđi stofnađ Barnabókaverđlaun sem nefnd yrđu “Barnabókaverđlaun Guđrúnar Helgadóttur”.  Fyrsta viđurkenningin úr sjóđnum fer til Guđrúnar sjálfrar en hún vissi ekkert um áformin sem komu henni algerlega í opna skjöldu. Auk viđurkenningar hlaut hún peningaverđlaun úr sjóđnum. Til stendur ađ veita viđurkenningu árlega til höfundar sem ţykir hafa skarađ fram úr í barnabókmenntum.

Mikill áhugi er á Óvitum og ţegar er uppselt á 10 sýningar verksins og sala langt komin á nćstu átta.


Myndbandsbrot úr Óvitum!

 


Uppselt í Lundúnaferđ

Nú er orđiđ uppselt í leikhúsferđ LA til London međ Expressferđum. Í fyrstu ferđinni í fyrra komust einnig fćrri ađ en vildu. Flogiđ verđur beint frá Akureyri ţann 16. nóvember og komiđ til baka ţann 19. Fariđ verđur á tvćr sýningar, á söngleikinn vinsćla, Mary Poppins og ađra sýningu sem enn hefur ekki veriđ valin. Hópurinn fer saman út ađ borđa eitt kvöldiđ og ţátttakendum býđst ađ fara í skođunarferđ um borgina. Fararstjóri í leikhúsferđum er Magnús Geir Ţórđarson, leikhússtjóri LA. Expressferđir sjá um skráningu, www.expressferdir.is.


Geisladiskur kominn út

Í dag kom út ný geislaplata međ tónlistinni úr Óvitum. Hér er á ferđinni glćný tónlist sem Jón Ólafsson samdi fyrir uppsetninguna viđ nýja texta Davíđs Ţórs Jónssonar. Tónlistin er létt og grípandi og er í anda tónlistar hljómsveitarinnar Nýdönsk og Hrekkjusvínanna sem naut vinsćlda hér um áriđ.

Diskurinn hefur ađ geyma 11 lög sem fyrst eru flutt međ söng en á eftir eru ţau endurtekin án söngs ţannig ađ allir geta sungiđ međ. Flytjendur eru leikarar, börn og fullorđnir í sýningunni. Diskurinn inniheldur međal annars lögin Ţá var trallađ, Ekki fullreynt og Fullkomna fólkiđ. Ţá var trallađ er ţegar komiđ í spilun á Rás 2 og nýtur vinsćlda.

Diskurinn er kominn á markađ og fáanlegur í verslunum um land allt. Diskurinn er einnig seldur á kostakjörum í miđasölu LA. - Fáđu ţér eintak!

Útgefandi er Leikfélag Akureyrar en dreifing er í höndum Senu.


Eimskip gerist máttarstólpi

eimskip undirritun_web.jpg

Í dag skrifuđu Baldur Guđnason forstjóri Eimskips og Magnús Geir Ţórđarson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar undir samstarfssamning. Međ samningnum gerist Eimskip máttarstólpi leikhússins til framtíđar og í vetur verđur Eimskip samstarfsađili viđ uppsetningu leiksýningarinnar Fló á skinni.  Fyrirtćkin áttu áđur í gjöfulu samstarfi viđ uppsetningu sýninganna Maríubjallan og Herra Kolbert en báđar hlutu einróma lof, mikla ađsókn og fjölda tilnefninga til Íslensku leiklistarverđlaunanna; Grímunnar.

Baldur Guđnason, forstjóri Eimskips sagđi af ţessu tilefni: “Eimskip leggur metnađ sinn í ađ styrkja verđug málefni og í framhaldi af vel heppnuđu samstarfi viđ Leikfélag Akureyrar á síđustu tveimur árum er ţađ okkur mikill heiđur ađ gerast máttarstólpi leikhússins. Leikfélag Akureyrar hefur blómstrađ undanfarin ár og ţađ er von mín ađ međ framlagi okkar muni leikhússtarfiđ halda áfram ađ vaxa og dafna.”

Magnús Geir Ţórđarson, leikhússtjóri LA sagđi: “Samstarf viđ Eimskip er leikhúsinu afar mikilvćgt. Á undanförnum árum hefur starfsemi leikhússins aukist umtalsvert en ţađ hefđi ekki veriđ mögulegt nema međ öflugu samstarfi viđ máttarstólpa leikhússins. Ţeirra innkoma til viđbótar viđ öflugan stuđning hins opinbera hefur gert leikhúsinu kleift ađ sćkja fram, fjölga leikhúsgestum og ráđast í viđameiri og metnađarfyllri verkefni en fyrr. Viđ horfum međ tilhlökkun til samstarfs viđ Eimskip á nćstu árum.” 


Óvitaćfing í sjónvarpinu

Nú eru ćfingar komnar vel á veg á fjölskyldusýningunni Óvitar sem frumsýndir verđa 15. september n.k. Stöđ 2 leit inn á ćfingu á föstudaginn og tók nokkra Óvita tali. Myndbrotiđ var sýnt í Íslandi í dag ţá um kvöld. Ţú getur séđ myndbrotiđ međ ţví ađ smella hér.

Forsala er hafin í miđasölu LA í síma 4 600 200


Fáđu nýtt lag úr Óvitum!

Rás tvö hefur hafiđ spilun á fyrsta laginu sem opinberađ er úr leikritinu Óvitar. Ţar er á ferđinni lagiđ "Ţá var trallađ" sem er sungiđ af langafa og mömmunni í sýningunni. Ţau eru leikin af tveimur ungum leikurum, Elmari Blć Arnarssyni og Gyđu Jóhannesdóttur. Ţau syngja lagiđ auk annarra leikara og kórs sýningarinnar. Lagiđ verđur ađ finna á geisladiski sem vćntanlegur er á markađ eftir tvćr vikur. Jón Ólafsson hefur samiđ alla tónlistina fyrir sýninguna viđ glćnýja texta Davíđs Ţórs Jónssonar. Hlustiđ eftir ţessu hressilega lagi á Rás tvö. Útsendingarsími Rásar tvö er 5687123. Hćgt er ađ hala laginu niđur af vef Morgunblađsins, Fólkinu. Ţannig getur ţú nálgast lagiđ og spilađ ţađ aftur og aftur... Ţú kemst á vefinn međ ţví ađ smella hér. Sigurđur Sigurjónsson leikstýrir 25 manna leikhópi en Óvitar verđa frumsýndir 15. september. Sala er hafin!

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband