16.9.2007 | 16:54
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
Að lokinni frumsýningu á Óvitum í gærkvöldi steig Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar á svið og tilkynnti að Velferðasjóður barna hefði stofnað Barnabókaverðlaun sem nefnd yrðu Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Fyrsta viðurkenningin úr sjóðnum fer til Guðrúnar sjálfrar en hún vissi ekkert um áformin sem komu henni algerlega í opna skjöldu. Auk viðurkenningar hlaut hún peningaverðlaun úr sjóðnum. Til stendur að veita viðurkenningu árlega til höfundar sem þykir hafa skarað fram úr í barnabókmenntum.
Mikill áhugi er á Óvitum og þegar er uppselt á 10 sýningar verksins og sala langt komin á næstu átta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.