Leita í fréttum mbl.is

Geisladiskur kominn út

Í dag kom út ný geislaplata með tónlistinni úr Óvitum. Hér er á ferðinni glæný tónlist sem Jón Ólafsson samdi fyrir uppsetninguna við nýja texta Davíðs Þórs Jónssonar. Tónlistin er létt og grípandi og er í anda tónlistar hljómsveitarinnar Nýdönsk og Hrekkjusvínanna sem naut vinsælda hér um árið.

Diskurinn hefur að geyma 11 lög sem fyrst eru flutt með söng en á eftir eru þau endurtekin án söngs þannig að allir geta sungið með. Flytjendur eru leikarar, börn og fullorðnir í sýningunni. Diskurinn inniheldur meðal annars lögin Þá var trallað, Ekki fullreynt og Fullkomna fólkið. Þá var trallað er þegar komið í spilun á Rás 2 og nýtur vinsælda.

Diskurinn er kominn á markað og fáanlegur í verslunum um land allt. Diskurinn er einnig seldur á kostakjörum í miðasölu LA. - Fáðu þér eintak!

Útgefandi er Leikfélag Akureyrar en dreifing er í höndum Senu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband