Leita í fréttum mbl.is

Fáðu nýtt lag úr Óvitum!

Rás tvö hefur hafið spilun á fyrsta laginu sem opinberað er úr leikritinu Óvitar. Þar er á ferðinni lagið "Þá var trallað" sem er sungið af langafa og mömmunni í sýningunni. Þau eru leikin af tveimur ungum leikurum, Elmari Blæ Arnarssyni og Gyðu Jóhannesdóttur. Þau syngja lagið auk annarra leikara og kórs sýningarinnar. Lagið verður að finna á geisladiski sem væntanlegur er á markað eftir tvær vikur. Jón Ólafsson hefur samið alla tónlistina fyrir sýninguna við glænýja texta Davíðs Þórs Jónssonar. Hlustið eftir þessu hressilega lagi á Rás tvö. Útsendingarsími Rásar tvö er 5687123. Hægt er að hala laginu niður af vef Morgunblaðsins, Fólkinu. Þannig getur þú nálgast lagið og spilað það aftur og aftur... Þú kemst á vefinn með því að smella hér. Sigurður Sigurjónsson leikstýrir 25 manna leikhópi en Óvitar verða frumsýndir 15. september. Sala er hafin!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband