Leita í fréttum mbl.is

Leikfélag Akureyrar

Atvinnuleikhúsið Atvinnuleikhúsið. Leikfélag Akureyrar er eina atvinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Það er rekið með stuðningi Akureyrarbæjar á grunni samnings við Menntamálaráðuneytið. Saga Leikfélagsins spannar nú nær heila öld, en félagið varð atvinnuleikhús árið 1973. Starfsemin er í hjarta Akureyrar í fallegu nýuppgerðu leikhúsi, Samkomuhúsinu, sem tekur 210 manns í sæti. Samkomuhúsið er hefðbundið leikhús með sviði, upphækkuðum sal og svölum. Þann 16. febrúar 2006 opnaði leikhúsið nýtt leikrými sem það nefnir einfaldlega Rýmið. Rýmið er svartur kassi sem hægt er að nýta á fjölda ólíka vegu. Leikhúsið sýnir einnig í öðrum rýmum bæði innan bæjarins en einnig í Reykjavík. Verkefnaskrá leikhússins hefur í gegnum tíðina verið fjölbreytt, klassísk íslensk og erlend verk, ný íslensk og erlend verk, barnaleikrit og söngleikir. Nú einbeitir leikhúsið sér að nútímaleikritun. Árlega sviðsetur leikhúsið fjórar til sjö leiksýningar á eigin vegum og í samstarfi við aðra auk ótal styttri sýninga og smærri viðburða. Fjöldi nýrra íslenskra verka hefur verið frumsýndur hjá leikhúsinu og listamenn leikhússins vinna reglulega með nýjum leikskáldum. Fjöldi fastráðinna leikara er nokkuð breytilegur á milli tímabila en leikhópurinn hefur talið 4-11. Gestir leikhússins koma frá landinu öllu og í gegnum tíðina hefur verið vinsælt að fara í leikhúsferðir til Akureyrar til að sjá þær leiksýningar sem eru á boðstólum. Leikárið 2005-2006 var metár í sögu LA, þá sáu yfir 25.000 gestir sýningar leikhússins á Akureyri auk þess sem nálægt 20.000 gestir sáu sýningar LA í Reykjavík á árinu. Leikárið á eftir fjölgaði gestum enn og sáu rúmlega 27.000 gestir sýningar á Akureyri en yfir 12.000 gestir sýningu félagsins í Rvk. Fullkomið brúðkaup er aðsóknarmesta sýning í sögu LA en hana sáu um 25.000 gestir á leikárinu 2005-2006. Sýningar Leikfélags Akureyrar hafa hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna í gegnum tíðina. Auk uppsetninga leiksýninga þá leggur Leikfélag Akureyrar áherslu á leiklistarkennslu fyrir börn og unglinga. Það á í samstarfi við fjölda aðila, skóla og menntastofnana um námskeiðahald og leiklistarkennslu. LA á í víðtæku samstarfi við fjölda fyrirtækja og stofnana. Mörg fyrirtæki hafa gerst máttarstólpar leikhússins, þeir gera leikhúsinu kleift að standa fyrir jafn viðamikilli starfsemi og raun ber vitni. Á heimasíðunni er hægt að lesa um og skoða myndir úr sýningum allt frá árinu 1993, sjá: Eldri verk, einnig er hægt að lesa um sögu Samkomuhússins og stefnu atvinnuleikhússins.

Kynningarrit leikhússins er hægt að fá hér á pdf-formi fyrir eftirtalin leikár. 2004-2005 2005-2006 2006-2007 2007-2008

Leikhússtjórar LA:

  • Magnús Jónsson 1972-1974
  • Eyvindur Erlendsson 1974-1977
  • Brynja Benediktsdóttir 1977-1978
  • Oddur Björnsson 1978-1980
  • Signý Pálsdóttir 1982-1986
  • Pétur Einarsson 1986-1988
  • Arnór Benónýsson 1988-1989
  • Sigurður Hróarsson 1989-1991
  • Signý Pálsdóttir 1991-1993
  • Viðar Eggertssson 1993-1996 T
  • rausti Ólafsson 1996-1999
  • Sigurður Hróarsson 1999-2002
  • Þorsteinn Bachmann 2002-2004
  • Magnús Geir Þórðarson 2004-

Magnús Geir Þórðarson tók við sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar í apríl 2004. Stjórn LA er skipuð Sigmundi Erni Rúnarssyni, formanni, Karli Frímannssyni, ritara, Kjartani Ólafssyni, Örnu Valsdóttur og Sunnu Borg. Nánari upplýsingar um fastráðna starfsmenn er að finna hér.

Merki LA má nálgast hér.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Leikfélag Akureyrar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband